FjárfestafréttirOrigo hf. - Framboð til stjórnar á aðalfundi félagsins 7. mars 20195. mars 2019

Reykjavík - 5. mars 2019


Eftirtalin hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Origo hf., sem kjörin verður á aðalfundi félagsins þann 7. mars næstkomandi:

     Guðmundur Jóhann Jónsson, kennitala: 041159-2439

     Gunnar Zoëga, kennitala: 120275-4619

     Hildur Dungal, kennitala: 140571-3859

     Hjalti Þórarinsson, kennitala: 290175-3649

     Ívar Kristjánsson, kennitala: 011069-5099

     Svafa Grönfeldt, kennitala: 290365-3769

Það er mat stjórnar að öll framboð séu gild sbr. 63 gr. hlutafélagalaga og að meirihluti frambjóðenda séu óháðir Origo hf.

Frekari upplýsingar um framangreinda aðila munu verða aðgengilegar á upplýsingasíðu aðalfundar 2018 á heimasíðu félagsins https://www.origo.is/adalfundur og í viðhengi.

Tilnefningarnefnd Origo hf. 2018 – 2019 leggur til að Ívar Kristjánsson, Hildur Dungal, Guðmundur Jóhann Jónsson, Hjalti Þórarinsson og Svafa Grönfeldt verði kosin í stjórn félagsins á aðalfundi 7. mars 2019 sbr. tilkynningu til Kauphallar 21.febrúar síðastliðinn.

Það er mat tilnefningarnefndar að tillaga nefndarinna uppfylli vel viðmið nefndarinnar um hæfni og hæfi stjórnarmanna og kröfur sem gerðar eru til góðra stjórnarhátta.

Stjórn Origo hf. hefur borist krafa um að beitt verði margfeldiskosningu til kosningar stjórnar Origo hf. sem fram fer á aðalfundi félagsins 7. mars nk. Sbr. tilkynningu til Kauphallar 4. mars síðastliðinn. Krafan var send til stjórnar innan tilskilins frests og barst frá hluthöfum sem hafa yfir að ráða meira en 10% hlutafjár, sbr. 7 mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Margfeldiskosningu verður því beitt við stjórnarkjörið.

Margfeldiskosning fer fram með eftirfarandi hætti: Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000