FjárfestafréttirOrigo hf. - Jón Björnsson nýr forstjóri Origo18. júní 2020

Reykjavík, 18. júní 2020 

Stjórn Origo hf. hefur ráðið Jón Björnsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu þann 21. ágúst næstkomandi.

Jón Björnsson hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Festi og Krónunnar en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Magasin du Nord og Högum.

Jón situr m.a. í stjórnum Boozt.com og Klappir Grænar Lausnir.

Jón Björnsson

„Þetta er mest spennandi bransinn í dag og Origo stendur á mjög áhugaverðum stað á sinni vegferð. Félagið hefur einstaka blöndu af hugviti, mannauð, þekkingu og reynslu á þessum markaði sem hefur skilað árangri bæði hérlendis og erlendis.

Það er tilhlökkun að fá að taka næstu skref með starfsfólki Origo.“

Hjalti Þórarinsson, stjórnarformaður

„Við erum einstaklega ánægð með að fá Jón Björnsson til liðs við okkur hjá Origo og teljum leiðtogahæfileika hans ásamt reynslu af alþjóðarekstri og stefnumótun mikilvæga eiginleika til að leiða fyrirtækið áfram inn í framtíðina.

Þegar við tókum ákvörðun um að sameina nokkur vörumerki undir nafni Origo, þá vissum við að þetta yrði stórt verkefni en mjög mikilvægt til að geta boðið viðskiptavinum okkar uppá heildarlausnir.

Finnur Oddsson leiddi þetta verkefni einstaklega vel, samhliða því að selja hluta Tempo. Vegferðin hefur skapað nýjan rekstrargrundvöll og við óskum Finni velfarnaðar í nýju starfi.

Undanfarnir mánuðir hafa sýnt okkur hvað sérfræðiþekking okkar í rekstrarþjónustu, viðskiptagreind og ýmsum fjarfundalausnum er mikilvæg grunnþjónusta viðskiptalífsins. Þessi sérstaða, ásamt sterku eignasafni í hugbúnaðarlausnum myndar tækifæri sem ná út fyrir landsteinana. Við hlökkum til að vinna með Jóni á komandi misserum við að auka uppsprettu nýrra tækifæra hjá Origo.

Við bjóðum Jón innilega velkominn til starfa.“


Nánari upplýsingar gefur Hjalti Þórarinsson hjalti@origo.is
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000