FjárfestafréttirOrigo hf. – Kaupréttaráætlun starfsmanna og viðskipti með eigin bréf31. mars 2019

REYKJAVÍK - 31. mars 2019


Á grundvelli kaupréttarsamninga félagsins og starfsmanna þess sem gerðir voru á grundvelli kaupréttaráætlunar sem tilkynnt var um þann 1. apríl 2016 hefur félaginu borist tilkynning frá starfmönnum um innlausn kaupréttar á 4.393.097 hlutum á genginu 17,095.

Samkvæmt kaupréttaráætluninni nær hún til allra fastra starfsmanna samstæðunnar. Kaupréttur hvers kaupréttarhafa ávinnst í þremur áföngum á þremur árum frá gerð kaupréttarsamninganna. Samkvæmt áætluninni getur hver starfsmaður keypt hluti á grundvelli áætlunarinnar fyrir kr. 600.000 á ári og að lágmarki 10.000 á ári. Kaupverðið er vegið meðalverð í viðskiptum fyrir samningsdag sem var 31. mars 2016. Kaupréttaráætlunin var staðfest af ríkisskattstjóra 17. mars 2016 og er í samræmi við 8. tölulið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Eftir þennan lokaáfanga eru engir kaupréttir útistandandi hjá félaginu.

Starfsmönnum ber að inna af hendi greiðslur fyrir innlausn hlutanna innan fjögurra daga frá innlausnardegi.

Sjá meðf. viðhengi.


Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri í fo@origo.is eða síma 862 0310 og Gunnar Petersen, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs í gp@origo.is eða síma 825 9001.

ORIGO HF.

Origo. (NASDAQ OMX: Origo.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Origo er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá samstæðunni starfa um 550 manns. Dótturfélög Origo eru TEMPO ehf og Applicon AB. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í Kauphöll Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á www.origo.is

Til athugunar fyrir fjárfesta:

Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000