FjárfestafréttirOrigo hf. - Nýr forstjóri Tempo ehf.2. apríl 2019

Reykjavík, 2. apríl 2019


Gary Jackson tekur í dag við stöðu forstjóra í hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo ehf. Tempo hóf starfsemi fyrir 12 árum og sérhæfir sig í lausnum tengdum verkefnastýringu og tímaskráningu. Í dag er fyrirtækið leiðandi á sínu sviði með ríflega 22 milljónir dollara í árlega veltu og yfir 12 þúsund viðskiptavini í 120 löndum. Tempo er jafnframt stærsti söluaðili á markaðstorgi Atlassian hugbúnaðarfyrirtækisins. Hjá Tempo starfa um 100 sérfræðingar á Íslandi, Kanada og í Bandaríkjunum og er félagið í 55% eigu Diversis Capital og 45% eigu Origo hf.

Ágúst Einarsson hefur sem forstjóri Tempo stýrt árangursríkri uppbyggingu og stjórnun félagsins til dagsins í dag.  Ágúst hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta áfanga í uppbyggingu Tempo, sem verður með áherslu á starfsemi í Bandaríkjunum, og hættir því sem forstjóri á þessum tímamótum.  Ágúst mun engu að síður verða félaginu og nýjum forstjóra innan handar næstu mánuði sem ráðgjafi við greiningu vaxtartækifæra og þróun á markaði.

Stjórn Tempo vill þakka Ágústi Einarssyni sérstaklega fyrir árangursríkt samstarf. Hann á stóran þátt í vexti og uppbyggingu fyrirtækis, sem skapar eigendum og viðskiptavinum mikil verðmæti, með starfsemi bæði á Íslandi og í Kanada.

Gary Jackson hefur yfir 25 ára reynslu sem leiðtogi hjá hugbúnaðarfyrirtækjum, með sérstaka áherslu á gerð hugbúnaðarlausna sem stuðla að aukinni framleiðni fyrirtækja. Nánari upplýsingar um nýjan forstjóra Tempo má finna hér: https://www.linkedin.com/in/garypjackson/.

Stjórn Origo býður Gary Jackson velkominn til starfa.  Við hlökkum til samstarfs við hann um áframhaldandi kröftuga uppbyggingu Tempo og verðmætasköpun á næstu misserum og árum.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri fo@origo.is.


ORIGO HF.

Origo. (NASDAQ OMX: Origo.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Origo er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá samstæðunni starfa um 550 manns. Dótturfélög Origo eru TEMPO ehf og Applicon AB. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í Kauphöll Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á www.origo.is

Til athugunar fyrir fjárfesta:
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000