FjárfestafréttirOrigo hf. - Söluferli Tempo ehf.27. júní 2018

Í afkomutilkynningum Origo hf. fyrir fjórða ársfjórðung 2017 og fyrsta ársfjórðung 2018, kom fram að áður tilkynnt söluferli á verulegum eignarhlut í Tempo ehf.,  í samstarfi við fjárfestingabankann AGC Partners í Boston, væri enn í vinnslu og gert væri ráð fyrir að því lyki fyrir mitt ár 2018.

Viðræður við áhugasama kaupendur hafa gengið vel en ferlið hefur tekið lengri tíma en reiknað var með í upphafi. Nú er ljóst að fyrrnefndur tímarammi var of knappur og söluferlinu mun ekki ljúka fyrir lok júní eins og áætlað var.  Félagið er í viðræðum við nokkra mögulega kaupendur og verður nánar gerð grein fyrir stöðu söluferlis í afkomutilkynningu í ágúst nk. eða þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000