FjárfestafréttirOrigo hf. - Tilkynning vegna forstjórabreytingar í Tempo ehf.7. janúar 2020

Reykjavík, 7. janúar 2020

Gary Jackson hefur látið af störfum sem forstjóri Tempo ehf. og Chris Porch ráðinn tímabundið í hans stað. Tempo er 45% hlutdeildarfélag Origo og 55% í eigu Diversis Capital.

Chris hefur áratugareynslu af rekstri hugbúnaðarfyrirtækja, sem stofnandi, stjórnandi og stjórnarformaður. Hann hefur að undanförnu starfað sem stjórnendatengiliður (operating partner) Diversis Capital hjá Tempo, þar sem hann hefur stutt við stjórnendateymið í stefnumótun og áætlunargerð. Gert er ráð fyrir að nýr forstjóri Tempo verði ráðinn eins fljótt og auðið er en þangað til mun Chris vinna með öflugu stjórnendateymi að áframhaldandi kröftugum vexti Tempo. Nánari upplýsingar um Chris má finna hér: https://www.linkedin.com/in/chrisporch/.

Finnur Oddsson, forstjóri Origo: “Breytingar á forystu Tempo er liður í að stilla betur saman áherslur stjórnar og stjórnenda og byggja um leið sterkt leiðtogateymi til framtíðar. Rekstur Tempo gekk vel á síðasta ári, tekjuvöxtur og afkoma voru umfram væntingar og horfur eru mjög góðar.”  Nánari upplýsingar verður að finna í uppgjöri Origo hf. í lok þessa mánaðar.

ORIGO HF. / TEMPO EHF.

Um Tempo ehf: Tempo er leiðandi í þróun lausna fyrir verkefnastýringu og tímaskráningu og þjónar nú 13 þúsund viðskiptavinum í yfir 120 löndum.  Hjá fyrirtækinu starfa um 130 sérfræðingar, á Íslandi, í Kanada og í Bandaríkjunum.

Origo. (NASDAQ OMX: Origo.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Origo er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá samstæðunni starfa um 550 manns. Dótturfélög Origo eru Sense ehf. og Applicon AB. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í Kauphöll Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á www.origo.is

Til athugunar fyrir fjárfesta:
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000