FjárfestafréttirTekjur Nýherja aukast um 16% á fyrri árshelmingi og afkoma jákvæð26. ágúst 2015
Nýherji hagnast um 111 mkr á fyrri árshelmingi 2015 og öll félög samstæðunnar skiluðu hagnaði

Nýherji kynnti í dag uppgjör annars ársfjórðungs og fyrri árshelmings 2015. Heildarhagnaður nam 69 mkr á öðrum ársfjórðungi og 111 mkr á fyrri árshelmingi.

Helstu upplýsingar:

 • Vöru- og þjónustusala á öðrum ársfjórðungi nam 3.386 mkr (19% tekjuvöxtur samanborið við Q2 2014) og 6.649 mkr á fyrri árshelmingi (16% tekjuvöxtur samanborið við 1H 2014)  [Q2: 2014:2.853 mkr, 1H 2014: 5.712 mkr]
   
 • Framlegð nam 830 mkr (24,5%) í Q2 og 1.638 mkr (24,6%) á fyrrir árshelmingi [Q2 2014: 749 mkr (26,3%), 1H 2014 1.502 mkr (26,3%)]
   
 • Heildarhagnaður annars ársfjórðungs nam 69 mkr og 111 mkr á fyrri árshelmingi [Q2 2014: 69 mkr, 1H 2015: 125 mkr]
   
 • EBITDA nam 227 mkr (6,8%) á öðrum ársfjórðungi og 452 (6,8%) á fyrri árshelmingi [Q2 2014:207 mkr (7,3%), 1H 2014: 398 (7%)]
   
 • Jákvæð rekstrarafkoma var hjá öllum félögum samstæðunnar á fyrri helmingi ársins
   
 • Jákvæð afkoma á sex seinustu ársfjórðungum

 

Finnur Oddsson, forstjóri:

„Við erum sátt við rekstur Nýherja og dótturfélaga á öðrum fjórðungi og það sem af er ári.  Afkoma samstæðunnar á fyrri helmingi árs er yfir áætlunum og betri en á sama tímabili í fyrra. Það er ánægjulegt að sjá verulegan tekjuvöxt á milli ára, bæði í vöru- og þjónustusölu innanlands og hjá TEMPO, þar sem erlendar tekjur halda áfram að aukast hratt.  Hundruð nýrra viðskiptavina bættust í ört stækkandi hóp á fjórðungnum, en í ljósi aukinna umsvifa er gert ráð fyrir að að starfsfólki TEMPO fjölgi umtalsvert á árinu. Til að styðja við frekari vöruþróun, tengslauppbyggingu og markaðsstarf erlendis, verður allt að fjórðungshlutur í TEMPO settur í söluferli í lok þriðja ársfjórðungs. Góður gangur er svo í rekstri annarra dótturfélaga Nýherja, sérstaklega í sölu á nýjum og spennandi mannauðs- og launalausnum frá Applicon á Íslandi og bankalausnum hjá Applicon í Svíþjóð.“

 

 

Rekstrarniðurstaða á fyrri árshelmingi 2015: Sjá viðhengi.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000