FjárfestafréttirUppgjör Nýherja á fyrsta ársfjórðungi 201529. apríl 2015
41 mkr heildarhagnaður á fyrsta ársfjórðungi 2015

Rekstur samstæðunnar gekk vel á fyrsta ársfjórðungi og öll félög samstæðunnar skiluðu hagnaði

Nýherji kynnti í dag uppgjör á fyrsta ársfjórðungi 2015. Heildarhagnaður nam 41 mkr og tekjuvöxtur var 14,1% miðað við sama tímabil í fyrra.

 

Helstu upplýsingar:

  • Vöru- og þjónustusala á árinu nam 3.263 mkr [2014:2.859 mkr]
  • Heildarhagnaður fyrsta ársfjórðungs nam 41 mkr [2014: 56 mkr]
  • Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 114 mkr [2014: 86 mkr]
  • EBITDA nam 225 mkr (6,9%) [2014:191 mkr (6,7%)]
  • Rekstrarhagnaður nam 147 mkr [2014: 116 mkr]
  • Framlegð nam 808 mkr (24,8%) [2014: 753 mkr (26,3%)]
  • Jákvæð rekstrarafkoma var hjá öllum félögum samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi
  • Tekjuvöxtur 14,1% frá sama tímabili í fyrra

 

Finnur Oddsson, forstjóri:

„Rekstur samstæðu Nýherja gekk vel á fyrsta ársfjórðungi og öll félög samstæðunnar skiluðu hagnaði. Samstæðan hefur nú skilað heilbrigðum hagnaði 5. ársfjórðunginn í röð, sem sýnir í reynd aukinn stöðugleika í rekstrinum. Töluverður tekjuvöxtur var frá sama tímabili í fyrra, sérstaklega hjá Nýherja og Tempo. Afkoma nú er lítillega yfir áætlunum. Við vinnum áfram að því að festa nýtt skipulag sem tók gildi síðasta haust í sessi og ná þeim markmiðum sem félagið setti sér um einfaldara skipulag, skilvirkara sölustarf og bætta þjónustu.“

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000