FjárfestafréttirUppgjör Nýherja hf. á fyrri árshelmingi 201127. júlí 2011

Rekstrarhagnaður Nýherja hf. fyrir afskriftir nam 300 mkr á fyrri árshelmingi 2011

 

Helstu niðurstöður: 

  • EBITDA var 300 mkr á fyrri árshelmingi, en var 158 mkr á sama tímabili árið á undan.
  • Heildarhagnaður var 78 mkr fyrstu 6 mánuði ársins.
  • Skipulagsbreytingar á Íslandi í ársfjórðungnum fólu í sér fækkun rekstrarfélaga úr átta í þrjú.
  • Applicon í Svíþjóð undirritaði samning um sölu og uppsetningu á bankahugbúnaði fyrir meðalstóran sænskan banka.

 

Þórður Sverrisson, forstjóri: 

„Afkoma félagsins batnar frá fyrra ári og hafa tekjur vaxið um 631 mkr eða 9% frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostað nær tvöfaldast milli  ára og er EBITDA-prósenta nú nær 4% og skila allar rekstrareiningar  jákvæðri EBITDA afkomu fyrstu 6 mánuði ársins. Skipulagsbreytingar og sameiningar fyrirtækja á Íslandi skapa tækifæri til frekari afkomubata á næstunni og veita meira afl til að þjónusta viðskiptavini hérlendis og erlendis. Verkefnastaða fyrir síðari árshelming er ágæt m.a vegna stórra verkefna sem unnið er að á Norðurlöndum.“

 

Sjá viðhengi.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000