FjárfestafréttirUppgjör Nýherja hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 201129. apríl 2011

Helstu niðurstöður fyrir fyrsta ársfjórðung 2011

 

 • EBITDA var 160 mkr á fyrsta ársfjórðungi 2011, en var 35 mkr á sama tímabili árið á undan.
   
 • Heildarhagnaður nam 64 mkr en 130 mkr tap var á fyrsta ársfjórðungi 2010.
   
 • Ágæt afkoma var af rekstri erlendra dótturfélaga og batnaði EBITDA þeirra um 52 mkr milli ára.
   
 • Nýtt skipulag fyrir innlenda starfsemi Nýherjasamstæðunnar tók gildi 1. apríl 2011.  
   
 • Mikil eftirspurn er eftir hugbúnaðarráðgjöf og góð verkefnastaða hugbúnaðarráðgjafa.

 

Þórður Sverrisson, forstjóri:

„Starfsemi Nýherja gekk vel í fyrsta ársfjórðungi og var rekstur og afkoma í meginatriðum samkvæmt áætlun og nam EBITDA 160 mkr á tímabilinu. Afkoma erlendrar starfsemi var ágæt og nam EBITDA 55 mkr samanborið við 3 mkr á síðasta ári.

Með breytingum á skipulagi innlendrar starfsemi, sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn, skapast tækifæri til að ná auknum slagkrafti í rekstri samstæðunnar með færri og sterkari einingum, þannig að mæta megi betur síbreytilegum þörfum viðskiptavina okkar.”

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000