FréttOrigo lausn komst í úrslit IBM Beacon
23.04.2018 11:51

CCQ hugbúnaðarlausnin okkar náði heldur betur frábærum árangri í Beacon nýsköpunarkeppni tæknirisans IBM.

Lausnin komst í lokaúrslit Beacon, en úrslitin voru kunngerð á IBM THINK tæknimessunni í Las Vegas.

Hátt í 500 lausnir frá samstarfsaðilum IBM alls staðar úr heiminum tóku þátt í keppninni og einungis fáar lausnir náðu í lokaúrslitin.

Markmið verðlaunanna er að heiðra samstarfsaðila IBM sem þróa lausnir sem skapa virði og stuðla að jákvæðum breytingum meðal viðskiptavina.

CCQ (e. Cloud Compliance & Quality) er gæðastjórnunarlausn í skýinu og byggir á gæðahandbók, ábendingum, áhættustjórnun, úttektum, eignastýringu og hæfnisstjórnun. Kerfið gerir notendum mögulegt að nálgast gögn hvar og hvenær sem er óháð tækjum.

„Árangur CCQ kom okkur skemmtilega á óvart og er einfaldlega frábær viðurkenning fyrir Origo. Við höfum lagt mikla áherslu á þróun eigin hugbúnaðarlausna enda teljum við að þar liggi helstu vaxtasprotar félagsins til framtíðar. Við höfum skynjað afar góða eftirspurn eftir CCQ á íslenskum markaði ekki síst vegna þess að hún styður við GDPR, nýja persónuverndarreglugerð ESB, sem tekur gildi í lok maí. Jafnframt gerum við okkur vonir um að lausnin nái eyrum viðskiptavina víðar en á Íslandi þegar fram líða stundir, enda einstök lausn og býr yfir mikilli sérstöðu,“ segir Hákon Sigurhansson framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausna Origo.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000