FréttCanon hjólreiðakappar á spani
25.05.2018 12:11

Fyrsta Canon Criterium mótaröðin í hjólreiðum fór fram í gærkvöld en þar kepptu 54 hjólreiðamenn í fjórum flokkum. Hjólað var á Völlunum í Hafnarfirði samtals 1,1 km.

Í A flokki sigraði Óskar Ómarsson úr Tindi, í öðru sæti varð Fannar Gíslason úr Breiðablik og í því þriðja varð Kristófer Gunnlaugsson úr Bjarti. Í kvennaflokki sigraði Ágústa Edda Björsdóttir úr Tindi, Hrönn Ólína Jörundsdóttir úr Tindi varð önnur og Kolbrún Dröf Ragnarsdóttir úr HFR varð þriðja.

Hjólreiðasamband Íslands og Origo gerðu nýverið með sér samstarfssamning og mun Canon, eitt af vörumerkjum Origo, vera skyrktaraðili fyrir fjögur criterium mót í sumar. Tindur, HFR, Bjartur og Breiðablik hafa tekið saman höndum og munu þessi félög sjá um framkvæmd þessara móta.

Frábær stemmning var í hjólreiðakeppninni í gærkvöld því spiluð verður tónlista alla keppnina. Allur ágóði af mótaröðinni rennur til HRÍ til áframhaldandi uppbyggingar á keppnishjólreiðum.

Kíktu á myndir frá keppninni

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000