FréttViðræður á um þriðjungshlut í Tempo
15.08.2018 09:03

Í opinberri tilkynningu Origo hf. til kauphallar þann 27. júní sl. var upplýst um stöðu á söluferli á verulegum eignarhlut í Tempo ehf. Í tilkynningunni kom fram að félagið væri í samstarfi við fjárfestingabankann AGC Partners í Boston og ekki væri gert ráð fyrir að söluferlinu lyki fyrir mitt ár 2018 eins og áætlað var. Í tilkynningunni kom einnig fram að nánar yrði gerð grein fyrir stöðu söluferlisins í afkomutilkynningu í ágúst nk. eða fyrr ef nýjar upplýsingar lægju fyrir.

Stjórn Origo hf. hefur í dag samþykkt að undirrita samkomulag um einkaviðræður um sölu á um þriðjungshlut í Tempo ehf. til HPE Growth Capital („HPE“), alþjóðlegs fjárfestingasjóðs sem sérhæfir sig í fjárfestingum í ört vaxandi tæknifyrirtækjum. Með undirritun samkomulags þessa hefja aðilar einkaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um bindandi samning. Viðræður aðila munu byggja á forsendum og skilmálum samkomulagsins að teknu tilliti til niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Fyrirhuguð kaup miða við að heildarvirði Tempo ehf. sé USD 62,5 milljónir og að HPE eignist um þriðjung hlutafjár í Tempo ehf. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki í september eða október nk. Frekari grein verður gerð fyrir viðskiptunum þegar endanlegur samningur liggur fyrir.

 

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000