FréttEBITDA 235 mkr á öðrum ársfjórðungi
22.08.2018 17:16

Uppgjör Origo hf. á fyrri árshelmingi 2018

EBITDA 235 mkr á öðrum ársfjórðungi 2018 og hækkar um 11% á milli ára

Origo kynnti í dag uppgjör annars ársfjórðungs og fyrri árshelmings 2018.

Helstu upplýsingar: 

  • Sala á vöru og þjónustu nam 3.731 mkr á öðrum ársfjórðungi (3,4% tekjuaukning frá F2 2017) og 7.512 mkr á fyrri árshelmingi (1,2% tekjusamdráttur frá 1H 2017) [F2 2017: 3.608 mkr, 1H 2017: 7.605 mkr]
  • Framlegð nam 1.010 mkr (27,1%) á öðrum ársfjórðungi og 1.917 mkr (25,5%) á fyrri árshelmingi 2018 [F2 2017: 904 mkr (25,0%), 1H 2017: 1.880 mkr (24,7%)]
  • EBITDA nam 235 mkr (6,3%) á öðrum ársfjórðungi og 336 mkr (4,5%) á fyrri árshelmingi [F2 2017: 211 mkr (5,9%), 1H 2017: 453 mkr (6,0%)
  • Heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 15 mkr, en 11 mkr heildatap var á fyrri árshelming [F2 2017: 166 mkr, 1H 2017: 237 mkr]
  • Heildarhagnaður án IFRS á öðrum ársfjórðungi nam 27 mkr, en 12 mkr heildarhagnaður án IFRS  á fyrri árshelmingi
  • Eiginfjárhlutfall var 39,8% í lok fyrri árshelmings, en var 41,6% í árslok 2017
  • Starfsmenn innleystu kauprétti að kaupvirði 112 mkr á fyrsta ársfjórðungi sem var til greiðslu í apríl
  • Samkomulag var gert um einkaviðræður um kaup HPE Growth Capital á þriðjungshlut í Tempo ehf. 

„Afkoma Origo og dótturfélaga var mun betri á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta og heldur betri en á sama tímabili í fyrra. Tekjur vaxa aftur hjá okkur eftir tekjusamdrátt á fyrsta fjórðungi og framlegð hefur batnað. Rekstur samstæðu og allra helstu eininga hefur styrkst eftir því sem liðið hefur á árið, í samræmi við áætlanir og hagræðingarvinnu," segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.

Uppgjörið í heild sinni

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000