FréttNasdaq velur Origo
07.09.2018 10:03

Nasdaq verðbréfamiðstöð hefur skrifað undir samkomulag við upplýsingatæknifyrirtækið Origo um að taka að sér vöktun og þjónustu við miðlæg kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

„Nasdaq starfar á markaðssvæðum um allan heim og leggur ríka áherslu á samræmi í rekstri upplýsingakerfa. Öflugt öryggi, stöðugur uppitími og hátt þjónustustig við viðskiptavini eru þættir sem skipta höfuðmáli fyrir verðbréfamiðstöðina,“ segir Magnús Kristinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

„Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem byggir á því að hjálpa fyrirtækjum að hagræða í rekstri og auka gæði þjónustu til viðskiptavina með sérsniðnum upplýsingatæknilausnum. Við finnum fyrir auknum áhuga fyrirtækja og stofnana á okkar hugmyndafræði, þekkingu starfsmanna og reynslu þeirra og fögnum því að jafnöflugt fyrirtæki eins og Nasdaq hafi valið Origo sem samstarfsaðila í upplýsingatækni,“ segir Linda Waage framkvæmdastjóri Rekstrarþjónustu og innviða hjá Origo.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000