Sveinn Kristinn Ögmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Origo. Þjónustumiðstöðinni er ætlað að gegna vaxandi hlutverki í sölu og þjónustu á notendalausnum frá framleiðendum eins og Lenovo, Bose, Canon, Sony og Plantronics. Undir Þjónustumiðstöð er í dag öll lagerstarfsemi og verkstæðisþjónusta fyrirtækisins.
Sveinn Kristinn starfaði áður sem SAP sérfræðingur hjá Símanum, SAP sérfræðingur og forstöðumaður yfir ERP lausnum hjá Applicon og nú síðast forstöðumaður Mannauðs- og launalausna hjá Origo. Hjá Origo stýrði hann þróun og sölu á mannauðs- og viðskiptalausnunum Kjarna og SAP. Jafnhliða því sinnti hann starfi þjónustustjóra Viðskipalausna Origo.
Sveinn Kristinn er með BS próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, hjá fyrirtækinu starfa 450 manns.