FréttSveinn tekur við Þjónustumiðstöð Origo
18.09.2018 10:22

Sveinn Kristinn Ögmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Origo. Þjónustumiðstöðinni er ætlað að gegna vaxandi hlutverki í sölu og þjónustu á notendalausnum frá framleiðendum eins og Lenovo, Bose, Canon, Sony og Plantronics. Undir Þjónustumiðstöð er í dag öll lagerstarfsemi og verkstæðisþjónusta fyrirtækisins.

Sveinn Kristinn starfaði áður sem SAP sérfræðingur hjá Símanum, SAP sérfræðingur og forstöðumaður yfir ERP lausnum hjá Applicon og nú síðast forstöðumaður Mannauðs- og launalausna hjá Origo. Hjá Origo stýrði hann þróun og sölu á mannauðs- og viðskiptalausnunum Kjarna og SAP. Jafnhliða því sinnti hann starfi þjónustustjóra Viðskipalausna Origo.

Sveinn Kristinn er með BS próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, hjá fyrirtækinu starfa 450 manns.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000