FréttFrá tilnefningarnefnd - Aðalfundur Origo hf. verður haldinn 7. mars nk.
23.01.2019 15:41

Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Origo þann 2. mars 2018 var skipuð tilnefningarnefnd sem tilnefnir frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu.

Hlutverk tilnefningarnefndar skal meðal annars felast í því að meta tilvonandi stjórnarmenn út frá hæfni, reynslu, þekkingu og óhæði. Einnig að gæta að kynjahlutföllum í stjórn félagsins og undirbúa og leggja fram tillögur, byggðar á ofangreindu mati, um kosningu stjórnarmanna á aðalfundi félagsins.

Tilnefningarnefnd óskar hér með eftir tillögum frá hluthöfum um fulltrúa til setu í stjórn Origo hf. Frestur til að skila tillögum til nefndarinnar er til 7. febrúar nk. og skulu þær sendar á: tilnefningarnefnd@origo.is

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000