FréttBreytingar á skipulagi Origo og framkvæmdastjórn
01.02.2019 09:52

Gerðar hafa verið breytingar hjá Origo hf. sem ætlað er að einfalda stjórnskipulag, efla þjónustu við viðskiptavini og styrkja rekstur. Í breyttu skipulagi byggir nýtt svið Þjónustulausna í grunninn á starfsemi Rekstrarþjónustu og innviða og þjónar því meginhlutverki að veita ráðgjöf við val á upplýsingatækni ásamt því að styðja við og reka upplýsingatækniinnviði viðskiptavina. Svið Viðskiptaframtíðar verður lagt niður og verkefni flutt til Þjónustulausna, auk verkefna frá Hugbúnaðarlausnasviði, m.a. öryggislausnir og aðrar hugbúnaðarlausnir frá samstarfsaðilum.

Framkvæmdastjóri Þjónustulausna verður Örn Alfreðsson sem farið hefur fyrir Viðskiptaframtíð frá lokum síðasta árs. Linda B. Waage, sem leitt hefur Rekstrarþjónustu og Innviði síðustu misseri, mun áfram veita lykilhópum á nýju sviði forstöðu. Eftir breytinguna verður starfsemi Origo rekin í fjórum tekjusviðum og tveimur stoðsviðum, þ.e. Notendalausnir, Hugbúnaðarlausnir, Viðskiptalausnir og nýtt svið Þjónustulausna, sem öll njóta svo stuðnings sviðanna Mannauður og Fjármál. Í framkvæmdastjórn Origo sitja, auk forstjóra, Dröfn Guðmundsdóttir, Emil Einarsson, Gunnar Petersen, Hákon Sigurhansson, Ingimar Bjarnason og Örn Alfreðsson.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson (í gegnum netfang fo@origo.is eða síma 516-1000).

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000