FréttAðalfundur Origo hf. 2019
14.02.2019 16:09

Aðalfundur Origo hf. verður haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 16.00 í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37.

Dagskrá fundarins:

 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi þess síðastliðið starfsár
 2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu
 3. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár vegna kaupa á eigin hlutum skv. endurkaupaáætlun sem felur í sér breytingu á grein 2.1 í samþykktum félagsins
 4. Tillaga stjórnar um að breyta grein 5.1 samþykkta félagsins þannig að stjórn verði framvegis skipuð 5 mönnum og engum varamanni
 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
 6. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu (óbreytt)
 7. Kosning stjórnar
 8. Kosning endurskoðanda
 9. Tillögur frá hluthöfum
 10. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutum sbr. 55. gr. hlutafélagalaga
 11. Önnur mál


Eyðublöð og upplýsingaskjöl:

Berist tillögur sem taka skal á dagskrá fundarins verða þær birtar hér jafnóðum og þær berast. Allar slíkar tillögur skulu hafa borist minnst tíu dögum fyrir fundinn.

Upplýsingar til hluthafa

Heildarfjöldi hluta í félaginu hinn 21. febrúar 2019 er 465.303.309 hlutir og atkvæði jafnmörg. Þar af virk atkvæði 453.552.326.

Umboð

Þeir hluthafar sem hyggjast veita öðrum umboð til að mæta fyrir sína hönd á aðalfundinum skulu ganga frá skriflegum umboðum. Form slíkra umboða má fá hjá félaginu og þeir sem þess óska skulu hafa samband við Sigríði Óskarsdóttur á skrifstofu félagsins í síma 516 1712 eða tölvupóstfanginu sigridur.oskarsdottir@origo.is. Frumrit umboða skulu afhent skrifstofu félagsins eða á fundarstað fyrir upphaf fundarins. Séu umboð útfyllt skv. leiðbeiningum félagins og vottuð metur félagið þau gild hafi þau borist með rafrænum hætti fyrir upphaf fundarins.

Nánari upplýsingar um aðalfundinn veita:

Finnur Oddsson, forstjóri, (fo@origo.is) og Gunnar Petersen, framkvæmdastjóri fjármálasviðs (gunnar.petersen@origo.is).

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000