Aðalfundur Origo hf. verður haldinn fimmtudaginn 7. mars kl. 16.00 í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37.
Berist tillögur sem taka skal á dagskrá fundarins verða þær birtar hér jafnóðum og þær berast. Allar slíkar tillögur skulu hafa borist minnst tíu dögum fyrir fundinn.
Heildarfjöldi hluta í félaginu hinn 21. febrúar 2019 er 465.303.309 hlutir og atkvæði jafnmörg. Þar af virk atkvæði 453.552.326.
Þeir hluthafar sem hyggjast veita öðrum umboð til að mæta fyrir sína hönd á aðalfundinum skulu ganga frá skriflegum umboðum. Form slíkra umboða má fá hjá félaginu og þeir sem þess óska skulu hafa samband við Sigríði Óskarsdóttur á skrifstofu félagsins í síma 516 1712 eða tölvupóstfanginu sigridur.oskarsdottir@origo.is. Frumrit umboða skulu afhent skrifstofu félagsins eða á fundarstað fyrir upphaf fundarins. Séu umboð útfyllt skv. leiðbeiningum félagins og vottuð metur félagið þau gild hafi þau borist með rafrænum hætti fyrir upphaf fundarins.
Finnur Oddsson, forstjóri, (fo@origo.is) og Gunnar Petersen, framkvæmdastjóri fjármálasviðs (gunnar.petersen@origo.is).