FréttHelstu niðurstöður aðalfundar Origo hf.
08.03.2019 17:02

Helstu niðurstöður aðalfundar Origo hf. sem haldinn var fimmtudaginn 7. mars 2019 kl. 16:00.

 1. Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins fyrir árið 2018.

 2. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar.
  Aðalfundur samþykkti að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 2,205 á hlut fyrir árið 2018. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er um kr. 1.000.000.000. Arðsákvörðunardagur er 7. mars 2019 þannig að skráðir hluthafar í hlutaskrá félagsins í lok dags 11. mars 2019 (arðsréttindadagur) eiga rétt til arðs vegna rekstrarársins 2018. Arðleysisdagur, það er sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf félagsins án réttar til arðs vegna reikningsársins 2018, er 8. mars 2019, sem er fyrsti viðskiptadagur eftir arðsákvörðunardag. Útborgunardagur arðs er 19. mars 2019 (arðgreiðsludagur).

 3. Ákvörðun um lækkun hlutafjar.
  Aðalfundur samþykkti að lækka hlutafé félagsins úr kr. 465.303.309 að nafnverði í kr. 459.600.000 að nafnverði, og að eigin hlutir félagsins að nafnverði kr. 5.703.309 séu þannig ógiltir. Stjórn félagsins skal heimilt að uppfæra samþykktir félagsins til samræmis við hlutafjárlækkunina.

 4. Ákvörðun um breytingu á grein 5.1 í samþykktum félagsins. Tillagan var felld.
  Aðalfundur felldi tilögu um breytingu á grein 5.1. samþykkta félagsins félagsins um að stjórn félagsins verði framvegis skipuð 5 mönnum og engum varamanni. Grein 5.1 í samþykktum félagsins stendur því óbreytt. Stjórn verður því skipuð 5 aðalmönum og einum varamanni.

 5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna og fyrir setu í undirnefndum.
  Aðalfundur samþykkti að mánaðarleg stjórnarlaun verði kr. 590.000 fyrir formann og kr. 270.000 fyrir meðstjórnendur. Þóknun fyrir setu í undirnefndum verði kr. 62.000 fyrir hvern fund.

 6. Framlögð starfskjarastefna félagsins var samþykkt.

 7. Kosið í stjórn félagsins.
  Eftirtalin voru sjálfkjörin í aðalstjórn:
  - Guðmundur Jóhann Jónsson
  - Hildur Dungal
  - Ívar Kristjánsson
  - Hjalti Þórarinsson
  - Svafa Grönfeldt.
  Gunnar Zoëga var sjálfkjörinn sem varamaður í stjórn.

 8. Kosning endurskoðenda.
  KPMG var kosið sem endurskoðunarfélag til næsta árs.

 9. Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum.
  Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
  „Aðalfundur Origo hf. þann 7. mars 2019 heimilar stjórn félagsins að kaupa í eitt skipti eða oftar á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 45.960.000 að nafnverði."
Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000