FréttÞróunarsetur opnað í Belgrad
02.04.2019 15:35
Þróunarsetur opnað í Belgrad

Origo hefur opnað þróunarsetur í Belgrad í Serbíu en markmiðið með starfseminni er að efla samkeppnishæfni og þróa nýjar hugbúnaðarlausnir fyrir viðskiptavini.

„Með opnun á þróunarsetri í Serbíu viljum við auka enn frekar getu okkur til lausnaþróunar og nýsköpunar og efla þannig þjónustu við viðskiptavini okkar. Það gerum við m.a. með því að efla sérþekkingu í hugbúnaðarþróun og auka getu til vaxtar í þessum hluta starfsemi okkar,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.

Rótin að starfseminni í Belgrad má rekja til kaupa Origo á hlut í Unimaze, sem sérhæfir sig í rafrænum reikningum, í lok síðasta árs. Unimaze hafði góðu reynslu af þekkingarsamfélaginu í Belgrad og innviðum þess. Starfsmenn Unimaze og Origo í Belgrad eru nú 10 talsins, allir á sömu skrifstofu sem opnuð var fyrr á þessu ári í hjarta borgarinnar.

„Með starfstöðinni í Belgrad getum við betur svarað kalli viðskiptavina sem í auknum mæli gera kröfu um meiri hraða og sveigjanleika en á sem hagkvæmastan hátt. Það er ljóst að fjölmörg fyrirtæki leita nú starfskrafta erlendis, ýmist í verktöku eða með ráðningum og við hjá Origo höfum undanfarin ár haft ágæta reynslu af slíku fyrirkomulagi, m.a. útvistað hugbúnaðarþróun til samstarfsaðila í Póllandi og víðar. Við gerum ráð fyrir að slíkt samstarf verði áfram til staðar,“ segir Finnur.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000