Origo er handhafi viðurkenningar í Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2019 hjá VR fyrir bestu starfskjör starfsmanna í hópi fyrirtækja með 70 starfsmenn eða fleiri.
Árleg könnun VR á Fyrirtæki ársins er send til félagsmanna og fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði en 118 fyrirtæki tryggðu öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni í ár, óháð stéttarfélagsaðild. Af þeim komust 114 á lista yfir fyrirtæki ársins. Einungis fyrirtæki sem bjóða öllum starfsmönnum sínum að taka þátt í könnuninni koma til greina í valinu á Fyrirmyndarfyrirtæki eða Fyrirtæki ársins.