FréttOrigo lausn fylgir Mink Campers í Evrópu
28.06.2019 13:47
Origo lausn fylgir Mink Campers í Evrópu

Mink Campers, sem framleiðir samnefndan gistivagn, hefur gert samstarfssamning við Caren bílaleigulausnina frá Origo fyrir allar sérleyfisbílaleigur sínar í Evrópu.  Þeir eru nú þegar byrjaðir að taka á móti pöntunum í gegnum Caren, en kerfið er lykill í hraðri uppbyggingu erlendis.  

„Við erum ákaflega stolt af því að Mink Campers hafi valið Caren bílaleigulausnina.“ segir Soffía Þórðardóttir, forstöðumaður Ferðalausna hjá Origo.  Hún telur jafnframt að samstarfið muni hjálpa Origo að þróa kerfið enn frekar til að uppfylla þarfir hins alþjóðlega viðskiptavinar.  

Mink Campers Airbnb náttúrunnar

Kolbeinn Björnsson, framkvæmdastjóri Mink Campers, segir þá hafa opnað nú þegar leigur í Skotlandi, Rúmeníu og Noregi. „Reyndar munum við opna á þremur stöðum í Noregi í ár. Markmið okkar er að opna 50 útleigustöðvar víðs vegar um Evrópu á næstu tveimur árum.“  

Kolbeinn segir að að Caren kerfið muni gera þeim mögulegt að opna stöðvar um Evrópu í ólíkum gjaldmiðlum með einföldum, hraðvirkum og stöðluðum hætti.  „Þannig getum við veitt viðskiptavinum okkar sömu upplifun hvar sem þeir eru í Evrópu, í gegnum sama viðmótið á heimasíðu okkar. 

 „Mink Campers er í okkar huga Airbnb náttúrunnar og gefur leigendum Minksins aðgang að afskekktum ferðamannastöðum t.d. í  norður Noregi og skosku- og rúmensku hálöndunum.  Við bjóðum upp á heildarlausn þar sem ferðamaðurinn bókar bílinn og gistinguna í gegnum kerfið og fær síðan leiðarlýsingar og upplifanir í gegnum Caren Driver Guide leiðarlýsingarkerfið.  Ferðamaðurinn getur því einbeitt sér að því að njóta ferðarinnar og náttúrunnar. „ sagði Kolbeinn að lokum.    

Caren lausnin gerir bílaleigum kleift að halda utan um flota, framboð, verð, tilboð og bókanir á bílum og tengdum þjónustum. Samstarfið við Mink Campers er hið fyrsta sinnar tegundar utan Íslands, en Caren er útbreiddasta bílaleigulausnin hér á landi.

Frekari upplýsingar um Caren bílaleigulausnina má finna hér.

Frekari upplýsingar um Mink Campers má finna hér.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000