FréttOrigo kaupir BusTravel IT
17.09.2019 15:19
Origo kaupir BusTravel IT

Origo hefur keypt BusTravel IT, sem þróar umsjónarlausn fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.  Markmiðið með kaupunum er að efla enn frekar vöruframboð Origo fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem leggja áherslu dagsferðir og afþreyingu og styrkja lausnir sem hafa verið þróaðar fyrir sama markað.

BusTravel IT er afleggjari frá ferðaþjónustufyrirtækinu BusTravel Iceland og hefur undanfarin þrjú ár þróað umsjónarkerfi fyrir ferðaskipuleggjendur með það að markmiði að auka skilvirkni í rekstri með sjálfvirkni að leiðarljósi, bæta yfirsýn og upplifun viðskiptavina. Lausnin tengir saman ýmis kerfi og þjónustu sem flest ferðaþjónustufyrirtæki nota í daglegum rekstri, svo sem bókunarkerfi, mannauðskerfi, flotastýringarkerfi og samskiptaþjónustu. Hún hentar fyrir starfsfólk í bakvinnslu, leiðsögufólk, bílstjóra og viðskiptavini.

BusTravel IT er notaður af nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum, bæði innanlands og erlendis, og hafa yfir 200.000 bókanir farið í gegnum lausnina með tilheyrandi hagræði.  Tveir lykilstarfsmenn BusTravel IT ganga jafnframt til liðs við Origo og verða hluti af ferðalausnateymi fyrirtækisins. 

“BusTravel IT er gott dæmi um vel heppnaða nýsköpun í fyrirtæki þar sem meginmarkmiðið er að auka virði til viðskiptavina. Mikið af hæfileikaríku starfsfólki BusTravel Iceland tók þátt í þróun á lausninni á sínum tíma,” segir Konráð Örn Skúlason, vörustjóri og fyrrum framkvæmdastjóri BusTravel Iceland.  “Það er mikil ánægja með að vera komin með verkefnið undir hatt Origo en við teljum að þar sé búið að skapa einn besta vettvang á Íslandi til þess að þróa hugbúnaðarlausnir fyrir erlendan markað og er árangur Tempo sönnun þess.” 

 “Við erum virkilega ánægð með kaupin á BusTravel IT. Við teljum að lausnin eigi brýnt erindi við öll ferðaþjónustufyrirtæki sem veita afþreyingu og dagsferðir, hafa áhuga á að auka skilvirkni í rekstri og veita betri upplifun fyrir sína viðskiptavini,” segir Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður Ferðalausna Origo. “Við hlökkum til að þróa lausnina áfram og byggja á þeim góða grunni sem BusTravel IT teymið skapaði og skilað hefur frábærum árangri nú þegar hjá þeim fyrirtækjum sem nýta lausnina,” segir Soffía.

MYND: Soffía Kristín Þórðardóttir og Konráð Örn Skúlason.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000