FréttGunnar Zoëga ráðinn framkvæmdastjóri Notendalausna
21.10.2019 13:25
Gunnar Zoëga ráðinn framkvæmdastjóri Notendalausna

Gunnar Zoëga hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Notendalausna hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo. Jafnhliða hefur Gunnar tilkynnt úrsögn sína sem varamaður úr stjórn Origo. Emil Einarsson, sem hefur starfað sem framkvæmdastjóri Notendalausna, verður forstöðumaður Viðskiptatengsla hjá Origo.

Notendalausnir Origo eru einn öflugasti söluaðili á ýmis konar notendabúnaði, svo sem á einmenningstölvum og hljóð- og myndlausnum til fyrirtækja og endursöluaðila. Auk þess bjóða Notendalausnir viðskiptavinum afgreiðslukerfi, prentlausnir og hraðbankakerfi.

„Gunnar var framkvæmdastjóri hjá Origo um árabil en hefur undanfarið ár setið sem varamaður í stjórn Origo. Hann þekkir vel til okkar atvinnugreinar og er öllum hnútum kunnugur í starfsemi Origo. Það er afar ánægjulegt fá að njóta krafta Gunnars sem stjórnanda hjá Origo á ný,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.   

Viðskiptatengsl fá útvíkkað hlutverk og munu leggja áherslu á sérfræðiráðgjöf í upplýsingatækni gagnvart stærri viðskiptavinum, efla tengsl við þá, samræma sölustarf þvert á Origo og bjóða viðskiptavinum virðisaukandi lausnir sem auka hagkvæmni í rekstri. Emil Einarsson hefur áralanga reynslu í sölustarfi og býr yfir mikilli þekkingu á upplýsingatæknirekstri fyrirtækja. Við bindum því miklar vonir við að með starfi Viðskiptatengsla muni þjónustu við viðskipavini okkar í síbreytilegum heimi upplýsingatækni eflast enn frekar,“ segir Finnur.

Í framkvæmdastjórn Origo sitja, auk forstjóra, Dröfn Guðmundsdóttir, Gunnar Petersen, Gunnar Zoëga, Hákon Sigurhansson, Ingimar Bjarnason og Örn Alfreðsson.

Eftirfarandi skipa stjórn Origo hf:

  • Guðmundur Jóh. Jónsson
  • Hildur Dungal, varaformaður
  • Hjalti Þórarinsson
  • Ívar Kristjánsson, formaður
  • Svafa Grönfeldt
  • Elísabet Grétarsdóttir, varamaður

 Stjórn félagsins er ákvörðunarbær, sbr. 71. gr. laga um hlutafélög.

 

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000