FréttOrigo er framúrskarandi fyrirtæki
29.10.2019 13:50
Origo er framúrskarandi fyrirtæki

Origo hf. er í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2019.

Origo er í sjötta sæti á heildarlistanum í ár og í efsta sæti fyrirtækja í upplýsingatækni og fjarskiptum. Þá er Origo í 6 sæti í flokknum yfir stór fyrirtæki.

Origo komst fyrst á listann í fyrra og var þá í 86. sæti yfir öll fyrirtæki og í 82. sæti yfir stór fyrirtæki.

Fyrirtæki telst Framúrskarandi fyrirtæki 2019 ef það uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK fyrir rekstrarárin 2016–2018
  • Nýjasta ársreikningi skilað á réttum tíma samkvæmt lögum
  • Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016–2018
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016–2018
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016–2018
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2018 og 2017
  • Eignir voru a.m.k. 100 m.kr. rekstrarárin 2018, 2017 og 90 m.kr. 2016
Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000