Lausnir
Lausnir
Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Origo hefur gefið út skýrslu samkvæmt staðlinum ISAE 3402 sem tengist endurskoðun og ársreikningagerð viðskiptavina. Skýrslan sem er af gerð 2 lýsir hönnun og virkni innra eftirlits Origo og veitti KPMG óháð álit á lýsingu Origo á þjónustulausnum félagsins.
Umfang skýrslunnar er fjölbreytt og tekur til að mynda til aðgangsstýringa, breytingastjórnunar og atvikastjórnunar ásamt skráningu upplýsingaeigna og notkun þeirra. Skýrslan veitir stjórnendum og endurskoðendum fyrirtækja ákveðna staðfestingu á tölvueftirlitsþáttum í þeim ferlum sem er útvistað til Origo og eru innan umfangs skýrslunnar.
„Við hjá Origo höfum lagt mikla vinnu í þessa skýrslu sem mun skila sér í aukinni hagræðingu og er viðurkenning fyrir okkur sem traustur útvistunar- og rekstraraðili“ segir Örn Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna Origo.
Tölvuendurskoðun er fastur liður í árlegri endurskoðun hjá flestum fyrirtækjum en alþjóðlegir endurskoðunarstaðlar gera kröfu um að upplýsingaendurskoðun (IT-audit) sé hluti af endurskoðunarvinnu hjá fyrirtækjum, sem á annað borð þurfa á þjónustu endurskoðunar að halda.
Slík vinna getur bæði verið dýr og tímafrek en nú stendur fyrirtækjum til boða að kaupa skýrsluna sem sparar bæði tíma og fjármuni. Útgáfa ISAE skýrslunnar felur því í sér umtalsverðan ávinning fyrir viðskiptavini Origo sem þurfa að fara árlega í gegnum tölvuendurskoðun.