FréttApp frá Origo mun stórefla öryggi í heimahjúkrun
22.01.2020 12:23
App frá Origo mun stórefla öryggi í heimahjúkrun

Með nýju appi, sem nefnist Smásaga frá Origo, getur heilbrigðisstarfsfólk skráð sjúkragögn í gegnum snjalltæki. Þessi nýjung mun stórefla öryggi á heilbrigðisstofnunum, koma í veg fyrir rangar skráningar og að gögn glatist.

„Flest sjúkragögn eru á stafrænu formi en þó er enn verið að skrá sjúkragögn á pappír í einhverjum tilfella. Á legudeildum og í heimahjúkrun skráir starfsfólk hjá sér ýmsa þætti, svo sem framvindu meðferða og mælingar sem eru prentaðar út og skráðar í Sögu sjúkraskrá. Þessi aðferð getur orðið til þess að gögn séu ranglega skráð, þau tvískráð eða þau geta einfaldlega glatast,” segir Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo.

Með Smásögu appinu getur heilbrigðisstarfsfólk skráð gögn og myndir beint inn í Sögu á rauntíma. Þar er hægt að skoða viðeigandi sjúkragögn, skrá mælingar, framvindu meðferða og borið saman við fyrri gögn. Einnig er hægt að taka myndir af áverkum og sárum, skjölum eða myndir af sjúklingum og senda þær beint í Sögu án þess að tæki geymi myndirnar eða önnur viðkvæm gögn. 

Fyrsta Smásögu appið, Smásaga Heimahjúkrun, er tilbúið. Þá er Smásaga Legudeild  í vinnslu og mun fara í notkun síðar á árinu.

„Þessi nýjung mun gjörbreyta vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks þar sem allar upplýsingar verða aðgengilegri og skráning sjúkragagna verður fljótleg og einföld. Þar með hefur heilbrigðisstarfsfólk meiri tíma til að sinna sínum skjólstæðingum og getur veitt þeim enn betri þjónustu,“ segir Guðjón.

Heilbrigðislausnir upplýsingatæknifyrirtækisins Origo eru notaðar daglega af þúsundum heilbrigðisstarfsmanna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins.

MYND: Frá bás Origo á Læknadögum sem haldnir eru í Hörpu í þessari viku.

Heilbrigðislausnir Origo

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000