Þessi tilkynning var uppfærð 9. mars 2020.
Origo hefur hækkað viðbúnaðarstig félagsins til samræmis við neyðarstig Almannavarna vegna smita á COVID-19 veirunni.
Áætlun Origo miðast við að tryggja rekstur og þjónustustig og halda úti hefðbundinni starfsemi eins og kostur er.
Af hverju neyðarstig?
Einn þáttur í viðlagaáætlun Origo, sem er hluti af ISO 27001 stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis, snýr að sjúkdómum og er í þremur skrefum.
Áætlunin tekur mið af viðbúnaðarstigum WHO og Almannavarna auk þess sem hún fylgir tilmælum Landlæknis/Sóttvarnalæknis.
Viðbúnaðarstig var virkjað í lok janúar, hættustig var virkjað 28. febrúar og neyðarstig þann 8. mars í kjölfar tilkynninga Almannavarna og Sóttvarnalæknis. Starfsmenn Origo hafa verið upplýstir um viðbragðsáætlun og tilmælum komið til þeirra í samræmi við áætlun.
Origo hefur einnig, út frá viðbragðsáætlun félagsins, gripið til eftirfarandi ráðstafana:
Áhersla á að viðhalda þjónustu
Eðli málsins samkvæmt þar sem um er að ræða áður óþekktan og alvarlegan smitsjúkdóm er ekki hægt að fullyrða á þessu stigi hvort það eigi eftir að koma til þjónustuskerðingar ef neyðarstigi verður lýst yfir af Almannavörnum.
Þar sem framleiðslugeta tölvubirgja hefur eitthvað raskast má búast við því að afgreiðsla á tölvubúnaði tefjist. Aðgengi að varahlutum hefur ekkert breyst þar sem það er á nokkrum stöðum í heiminum.
Áætlanir Origo miða að því að tryggja rekstur og þjónustustig í gegnum öll stig viðbragðsáætlunar og halda úti venjubundinni starfsemi eins og kostur er.
Öryggisráð Origo kemur saman á daglegum fundum til að fara yfir stöðu og tekur ákvarðanir ef þess gerist þörf auk þess að upplýsa starfsmenn.
Ef svo ólíklega vill til að Origo geti ekki sinnt þörfum allra viðskiptavina og þurfi að takmarka þjónustu mun Origo forgangsraða í þágu almannahagsmuna með áherslu á nauðsynlega og mikilvæga innviði landsins.
Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið abending@origo.is.