FréttOrigo - uppfærð tilkynning vegna COVID-19
17.03.2020 14:30
 • Origo hefur hækkað viðbúnaðarstig félagsins til samræmis við neyðarstig Almannavarna vegna smita á COVID-19 veirunni.
 • Áætlun Origo miðast við að tryggja rekstur og þjónustustig og halda úti hefðbundinni starfsemi eins og kostur er.
 • Vegna mikils álags á þjónustuborð og rekstrarþjónustu kann að koma til einhverja tafa og mikilvægt að sýna biðlund og þolinmæði.
 • Við viljum benda á netverslun.is og afhendingu á vörum í snjallboxi sem staðsett eru í Borgartúni 37 og á Köllunarklettsvegi 8.

Af hverju neyðarstig?

Einn þáttur í viðlagaáætlun Origo, sem er hluti af ISO 27001 stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis, snýr að sjúkdómum og er í þremur skrefum.

 • Viðbúnaðarstig
 • Hættustig
 • Neyðarstig

Áætlunin tekur mið af viðbúnaðarstigum WHO og Almannavarna auk þess sem hún fylgir tilmælum Landlæknis/Sóttvarnalæknis.

Viðbúnaðarstig var virkjað í lok janúar, hættustig var virkjað 28. febrúar og neyðarstig þann 8. mars í kjölfar tilkynninga Almannavarna og Sóttvarnalæknis. Starfsmenn Origo hafa verið upplýstir um viðbragðsáætlun og tilmælum komið til þeirra í samræmi við áætlun.

Origo hefur einnig, út frá viðbragðsáætlun félagsins, gripið til eftirfarandi ráðstafana:

 • Skilgreint hópa starfsmanna sem vinna ekki á sama tíma í starfstöðvum Origo og gert ráð fyrir að hluti starfsfólks sinni vinnu í fjarvinnu. Slíkt er gert til að lágmarka hættu á hópsmiti.
 • Ráðstefnum, kynningum og ferðalögum hefur verið frestað tímabundið til þess að verja starfsmenn og starfsemi.
 • Mikilvægt er að allir starfsmenn sameinist um að lágmarka hættu á smiti og því nauðsynlegt að draga sem allra mest úr samgangi á milli starfssvæða innan húsnæðis.
 • Flestir eru að vinna í fjarvinnu. Starfsfólk, sem getur ekki verið í fjarvinnu, er hvatt til að halda sig á sínum vinnusvæðum eins og kostur er. Fjarlægð milli starfsmanna og viðskiptavina sem sækja þjónustu í verslun, lager og verkstæði er samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis.
 • Lögð er áhersla á að samskipti verði sem mest með rafrænum hætti í stað hefðbundinna funda.
 • Starfsmönnum sem koma frá útlöndum ber að hafa samband við sinn næsta yfirmann áður en mætt er á starfsstöð.
 • Heimsóknir frá birgjum frestað eða lágmarkaðar eins og kostur er.

Áhersla á að viðhalda þjónustu

 • Eðli málsins samkvæmt þar sem um er að ræða áður óþekktan og alvarlegan smitsjúkdóm er ekki hægt að fullyrða á þessu stigi hvort það eigi eftir að koma til þjónustuskerðingar ef neyðarstigi verður lýst yfir af Almannavörnum.
 • Þar sem framleiðslugeta tölvubirgja hefur eitthvað raskast má búast við því að afgreiðsla á tölvubúnaði tefjist. Aðgengi að varahlutum hefur ekkert breyst þar sem það er á nokkrum stöðum í heiminum.
 • Vegna mikils álags á þjónustuborð og rekstrarþjónustu kann að koma til einhverja tafa og mikilvægt að sýna biðlund og þolinmæði.
 • Vegna mikils álags á lager og afhendingu á vörum er mikilvægt að sýna biðlund og þolinmæði.
 • Við viljum benda á netverslun.is og afhendingu á vörum í snjallboxi sem staðsett eru í Borgartúni 37 og á Köllunarklettsvegi 8.
 • Áætlanir Origo miða að því að tryggja rekstur og þjónustustig í gegnum öll stig viðbragðsáætlunar og halda úti venjubundinni starfsemi eins og kostur er.
 • Öryggisráð Origo kemur saman á daglegum fundum til að fara yfir stöðu og tekur ákvarðanir ef þess gerist þörf auk þess að upplýsa starfsmenn.
 • Ef svo ólíklega vill til að Origo geti ekki sinnt þörfum allra viðskiptavina og þurfi að takmarka þjónustu mun Origo forgangsraða í þágu almannahagsmuna með áherslu á nauðsynlega og mikilvæga innviði landsins.

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið abending@origo.is.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000