FréttFjárfestakynning 27. ágúst 2020
18.08.2020 13:56

Origo hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða þann 26. ágúst næstkomandi.

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn daginn eftir, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 08:30.

Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum.

Kynningin fer fram í ráðstefnusal Origo á 1. hæð að Borgartúni 37. Það verður lögð áhersla á að halda tveggja metra fjarlægð á milli fundargesta og er því mikilvægt að skrá sig á fundinn svo hægt sé að halda utan um fjöldann.

Einnig er boðið upp á að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað, auk þess sem hægt er að fylgjast með netstreymi af fundinum.

Skráningarform má finna hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000