03/03/2022

Árs- og sjálfbærniskýrsla Origo 2021

Árs- og sjálfbærniskýrsla Origo fyrir árið 2021 er nú aðgengileg á vefnum. Í skýrslunni er fjallað um helstu þætti í rekstri félagsins á liðnu ári.

Við lögðum upp með 2021 sem ár nýrra áherslna þar sem við ýttum undir frekara sjálfstæði teymanna hjá okkur, lögðum hart að okkur við að gera vöruframboðið sterkara og hnitmiðaðra og jukum áherslu á viðskiptaþróun og markaðsmál. Tekjur félagsins aukast um 6,6% á árinu, afkoma félagsins batnar umtalsvert og skilar reksturinn 8,8% EBITDA á móti 6,3% á sl. ári.

Við tókum fyrstu skref í að skerpa samfélagslegar áherslur Origo seinni hluta ársins 2020 og ljóst er að félagið getur gefið mikið af sér þegar kemur að jafnrétti kynjanna, eflingu nýsköpunar, umhverfismálum, heilsu og vellíðan starfsfólks. Afurðin af þessari umræðu er einnig sú að setja tækni og samfélag í forgrunn stefnu félagsins. Betri tækni bætir lífið.

Deila frétt