Breyting á framkvæmdastjórn < Origo

 
 
 

Breyting á framkvæmdastjórn

15.11.2018

Gunnar Zoëga hefur beðist lausnar frá störfum sem framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar Origo hf.  Gunnar hefur í gegnum árin sinnt lykilhlutverkum fyrir Origo hf. og fyrirrennara, Nýherja hf. og Skyggni hf.  Gunnar mun láta af störfum á næstu  vikum en verður félaginu innan handar næstu mánuði. Málefni sviðsins munu heyra tímabundið undir Finn Oddsson, forstjóra félagsins. 

Finnur Oddsson, forstjóri Origo: 

“Gunnar hefur ávallt náð góðum árangri í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og átt stóran þátt í stefnumótun og árangursríkum umbreytingum Origo síðustu ár.    

Það er eðli máls samkvæmt mikill missir fyrir okkur að sjá á eftir Gunnari og hans starfskröftum en um leið fögnum við því að sjálfsögðu að hann fái tækifæri til að takast á við ný og spennandi verkefni.  Um leið og ég þakka honum frábært samstarf, óska ég honum alls hins besta í þeim verkefnum sem framundan eru.“