Frá tilnefningarnefnd - Aðalfundur Origo hf. verður haldinn 7. mars nk. < Origo

 
 

Frá tilnefningarnefnd - Aðalfundur Origo hf. verður haldinn 7. mars nk.

23.01.2019

Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Origo þann 2. mars 2018 var skipuð tilnefningarnefnd sem tilnefnir frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu.

Hlutverk tilnefningarnefndar skal meðal annars felast í því að meta tilvonandi stjórnarmenn út frá hæfni, reynslu, þekkingu og óhæði. Einnig að gæta að kynjahlutföllum í stjórn félagsins og undirbúa og leggja fram tillögur, byggðar á ofangreindu mati, um kosningu stjórnarmanna á aðalfundi félagsins.

Tilnefningarnefnd óskar hér með eftir tillögum frá hluthöfum um fulltrúa til setu í stjórn Origo hf. Frestur til að skila tillögum til nefndarinnar er til 7. febrúar nk. og skulu þær sendar á: tilnefningarnefnd@origo.is