Afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 betri en áætlað var < Origo

 
 

Afkoma á fjórða ársfjórðungi 2018 betri en áætlað var

23.01.2019

Við vinnslu árshlutauppgjörs fjórða ársfjórðungs 2018 hefur komið í ljós að rekstrarniðurstaða félagsins er töluvert betri en á fjórða ársfjórðungi 2017.

  • Áætlaðar tekjur félagsins í fjórðungnum eru um 4,5 milljarðar króna miðað við 3,9 milljarða króna 2017.
  • Áætlað er að rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 420 mkr samanborið við 246 mkr á fjórða ársfjórðungi árið 2017.
  • Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og skatta (EBIT) á fjórða ársfjórðungi er áætlaður um 290 mkr samanborið við 79 mkr rekstrarhagnað á sama tíma í fyrra.
  • Heildaráhrif á afkomu félagsins vegna sölu á eignarhlut í Tempo eru jákvæð um 5 milljarða króna eins og greint var frá í fréttatilkynningu til kauphallar 19. nóvember sl.

Félagið vinnur enn að ársreikningi ársins 2018 og því geta ofangreindar tölur tekið breytingum.

Félagið mun birta ársuppgjör 2018 eftir lokun markaða 30. janúar nk. Af því tilefni býður Origo hf. til fjárfestakynningar þann 31. janúar kl. 08:30 í fundarsal félagsins í Borgartúni 37, 105 Reykjavík.

Nánari upplýsingar
Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða fo@origo.is og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is.