Origo og Eloomi í samstarf < Origo

 
 

Origo og Eloomi í samstarf

20.02.2019

Origo gerði á dögunum samstarfssamning við Eloomi, en fyrirtækið framleiðir fræðslu- og frammistöðustjórnunarlausnina Eloomi. Lausnin er m.a. mjög öflug þegar kemur að miðlun rafræns fræðsluefnis. Nú þegar eru til staðar tengingar á milli mannauðs- og launalausnarinnar Kjarna og Eloomi.

Markmið samstarfsins er að tryggja viðskiptavinum Origo aðgang að heildstæðum lausnum í mannauðsmálum. Tengingin á milli Kjarna og Eloomi gerir viðskiptavinum Origo fært að nýta sér þessar lausnir samtvinnaðar og þannig koma í veg fyrir tvískráningu upplýsinga.

„Ég er mjög ánægð með þetta samstarf," segir Halla Árnadóttir, forstöðumaður Mannauðs- og launalausna Origo. „Við höfum góða reynslu af Eloomi og okkur finnst frábært að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessa viðbót við Kjarna."