Origo hlaut tvenn verðlaun hjá IBM < Origo

 
 
 

Origo hlaut tvenn verðlaun hjá IBM

04.06.2019

Origo hreppti tvenn verðlaun hjá IBM í Danmörku, sem haldin var með samstarfsaðilum. Origo var annars vegar valin samstarfsaðili ársins í öryggislausnum og hins vegar fyrir gagnaský Origo. Um var að ræða samstarfsaðila IBM í Danmörku og á Íslandi.

„Við erum gríðarlega sátt við að hljóta tvenn verðlaun af þeim fimm sem voru í boði fyrir samstarfsaðila IBM, sem eru margir töluvert stærri en Origo. Megin skýringin á þessum árangri er fyrst og fremst aukin áhersla á öryggislausnir í takt við þarfir viðskiptavina okkar. Auk þess höfum við unnið stóraukið launaframboð okkar í skýjalausnum. Origo rekur eigið tölvuský sem er unnið í samstarfi við sérfræðinga IBM,“ segir Anton Már Egilsson, forstöðumaður öryggislausna hjá Origo.

Hann segir einn af styrkleikum Origo sé öflugt birgjasamband við stórfyrirtæki eins og IBM, Lenovo, Microsoft og Google. „Sem dæmi starfa hátt í 350 þúsund sérfræðingar hjá IBM og þeir eru ennfremur leiðandi í einkaleyfum á nýjum lausnum í Bandaríkjum. Þessi sambönd eru mikill akkur fyrir Origo og viðskiptavini okkar, sem geta leitað til helstu sérfræðinga í heimi í upplýsingatækni í þróun, innleiðingu og rekstri lausna.“