Origo hlýtur Beacon verðlaunin frá IBM < Origo

 
 
 

Origo hlýtur Beacon verðlaunin frá IBM

07.05.2020

Origo hefur hlotið Beacon verðlaunin hjá alþjóðlega tæknirisanum IBM fyrir gagnalausnina Aurora DataCloud. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi nýsköpun á lausnum IBM og greint frá á árlegri THINK ráðstefnu fyrirtækisins, sem fer fram þetta árið á netinu.

Einn meginn kostur lausnarinnar er að gögn sem eru lítið notuð eru vistuð í hagkvæmari geymslum, sem nota allt að 90% minni raforku samanborið við vistun gagna á diskakerfum. Lausnin er meðal annars notuð hjá Stöð 2, sem sendir út þúsundir klukkustunda ef efni í hverri viku.

Lestu meira um hvernig Aurora DataCloud nýtist Stöð 2

Ávinningur af notkun Aurora DataCloud:

  • 50% lægri kostnaður við framtíðarvistun gagna
  • 40% gagna flutt í hagkvæmari gagnaver sem nota minni raforku, sem dregur úr kostnaði við vistun á staðnum
  • Fjárfestingin skilaði sér á 1 mánuði, enginn stofnkostnaður, kostnaður tekur mið af magni

Frekari upplýsingar um Aurora gagnaský

Origo hlýtur Beacon verðlaunin frá IBM 2020

Takk fyrir okkur IBM