Microsoft tilnefnir Origo fyrir Bankamiðjuna

Origo hefur hlotið tilnefningu á Microsoft Partner Awards 2021 fyrir Bankamiðjuna, lausn sem auðveldar notendum viðskiptakerfa að eiga samskipti við ólíka bankaþjónustu. Slíkar tengingar hafa áður verið háðar annmörkum, flóknar í uppsetningu og kostnaðarsamar í útfærslu fyrir notendur viðskiptakerfa og aðra notendur bankaþjónustu.

Ávinningur:

  • Dregur úr kostnaði.

  • Minna flækjustig.

  • Eykur viðbragðsflýti.

  • Styður við stafræna vegferð fyrirtækja

„Bankamiðjan er í takt við áherslur okkar í Origo að þróa virðisaukandi og einfaldar hugbúnaðarlausnir fyrir þá stafrænu umbreytingu sem á sér stað hjá viðskiptavinum okkar. Það má líkja lausninni við millistykki sem einfaldar samskipti viðskiptakerfa við bankastofnanir sem gerir það að verkum að viðhald viðskiptakerfa og uppfærslur verður einfaldara. Viðhald sérlausna í viðskiptahugbúnaði, svo sem SAP og Business Central, verður hagkvæmara þar sem ekki þarf að aðlaga lausninar að fjölbreyttu umhverfi ytri kerfa og stofnana," Segir Björgólfur Guðbjörnsson forstöðumaður hjá Origo.

200 hugbúnaðarsérfræðingar hjá Origo

„Hjá Origo vinna um 200 hugbúnaðarsérfræðingar sem leggja áherslu á að þróa lausnir sem skapa virði fyrir samfélagið. Þessi tilnefning er okkur mikil hvatning og sýnir að íslensk hugbúnaðargerð er í fremstu röð," segir Björgólfur.

Bankamiðjan er í notkun hjá Nasdaq á Íslandi.

Microsoft Partner Awards 2021, sem fer fram 26. janúar, nær til samstarfsaðila Microsoft í Danmörku og Íslandi.

Nánari upplýsingar um Microsoft Partner Awards 2021 er að finna hér.

Deila frétt