FréttSyndis og öryggislausnir Origo sameinast 6. apríl 2021

Origo hefur keypt 100% hlut í netöryggisfyrirtækinu Syndis. Með kaupunum munu öryggislausnir Origo og Syndis sameinast undir vörumerkinu Syndis. Markmiðið með kaupunum er að búa til sterka einingu sem býður heildstæða stafræna öryggisþjónustu og ráðgjöf og þróar varnir gegn netárásum og gagna- og auðkennisþjófnaði. 

Í sameinuðu fyrirtæki munu starfa 20 öryggissérfræðingar, en 9 manns flytjast yfir frá Origo til Syndis. Sameinuð þekking og reynsla úr báðum áttum mun gera Syndis enn betur í stakk búið að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að auka öryggisvitund ásamt því að vera enn betur undirbúin í að verjast netárásum, sem eru í sífelldri þróun."

„Stafræn umbreyting er orðin ráðandi í starfsemi fyrirtækja og hún kallar á nýja nálgun í vörnum kerfa og gagna. Þá er aukin þörf á eftirliti með rekstrarumhverfi og fyrirbyggjandi aðgerðum. Við sjáum mikil sóknarfæri framundan eftir því sem stafrænni umbreytingu fyrirtækja vex ásmegin og teljum að sú sérhæfing sem Origo teymið býr yfir muni efla getu og þekkingu Syndis á öryggislausnum og vöktun. Markmiðið er að búa til einingu sem getur sérhæft sig í heildstæðri öryggisþekkingu og ráðgjöf og teljum að sá hópur sem mun starfa undir merkjum Syndis sé vel til þess fallinn,“ segir Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis

 "Origo hefur um árabil byggt upp öflugt sérfræðingateymi í öryggislausnum, sem er með sterkt bakland birgja og samstarfsaðila eins og Cloudflare, CSIS, Microsoft, Infopulse og IBM. Markmiðið er að sameina tvær sterkar einingar sem bæta hvor aðra upp og hafa verið á fleygiferð í netöryggismálum. Með þessari sameiningu skipum við okkur fremst í flokki í öryggislausnum hér á landi,” segir Anton Már Egilsson, forstöðumaður skýja- og öryggislausna Origo. 

"Ljóst er að sá hópur sem verður hluti af Syndis mun stækka lausnaframboðið og þekkingu sína til muna. Við munum geta boðið sólarhringsvöktun á kerfum, aukna netöryggisþjónustu og ráðgjöf í skýjaþjónustu ásamt því að framkvæma öryggisprófanir, kóðarýni og fræðslu fyrir starfsfólk og sérstök námskeið fyrir forritara. Þar fyrir utan verður Syndis áfram íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur það markmið að efla öryggi sinna viðskiptavina sem og samfélagsins í heild sinni. Gríðarleg áhersla mun vera á að auka rannsóknar og þróunarstarf hér á landi sem mun mæta sívaxandi þörf fyrir öflugar lausnir og stafrænt öryggi til framtíðar,“ segir Theódór R. Gíslason tæknistjóri Syndis.

 

Til baka á fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000