FréttNý lausn fyrir kortalausar útttektir í hraðbönkum29. maí 2022

Origo hefur kynnt nýja hugbúnaðarlausn fyrir hraðbanka þar sem er hægt að nota rafræn skilríki til þess að leysa út reiðufé.

Þessi nýja lausn hefur nú verið tekin í notkun og hægt er að nýta hana í öllum hraðbönkum Arion banka og Íslandsbanka víðs vegar um landið.

„Sífellt fleiri nýta farsímann til að greiða fyrir vörur og þjónustur og þetta er framlenging á því. Við erum með þessu að svara kalli neytandans um að geta nýtt símann í stað greiðslukorts,“ segir Ari Hróbjartsson, vörustjóri afgreiðslukerfa Origo.

Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem eru notuð í rafrænum heimi og er nú hægt að nota þau til að auðkenna sig í hraðbönkum. Í kjölfar kórónuveirunnar jókst notkun stafrænnar þjónustu meðal Íslendinga og sömuleiðis útbreiðsla rafrænna skilríkja hjá almenningi. Því hafa rafræn skilríki gegnt æ veigameira hlutverki í bankaþjónustu á síðustu árum að sögn Ara.

,,Með notkun rafrænna skilríkja er því ekki lengur þörf á að hafa debet eða kreditkortið við höndina til þess að taka út seðla," segir Ari ennfremur.

Origo rekur hugbúnað og notendaviðmót fyrir hraðbanka og nýja viðbótin með rafrænum skilríkum eykur þægindi og þjónustu við viðskiptavini.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000