FréttStarfsfólk eflir nýsköpun á Ofurhetjudögum23. nóvember 2021
Bílalaugin kynnir lausn sína á Ofurhetjudögum

Ofurhetjudagar Origo fóru fram sl. fimmtudag og föstudag. Um er að ræða keppni milli starfsfólks í einn sólarhring sem hefur að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

Þema keppninnar í ár er ,,Betra samfélag með tækninni”. Starfsfólk fyrirtækisins valdi sér verkefni og vann saman í hópum að því sem því langaði helst að skapa og kynntu síðan niðurstöðuna fyrir öðrum starfsmönnum og dómnefnd. ,,Ofurhetjudagarnir eru ein af leiðum Origo til kynda undir sköpunargleði og nýsköpun innan fyrirtækisins. Allt starfsfólk Origo getur tekið þátt og það fær frelsi og tíma til að vinna að sínum eigin hugmyndum. Það myndast alltaf frábær stemmning í kringum ofurhetjudagana. Sumir starfsmenn leggja á sig að vera hér allan sólarhringinn að vinna að hugmyndum. Það er því mikill metnaður í gangi sem gerir þetta enn skemmtilegra. Margar hugmyndir og lausnir hafa einmitt fæðst á ofurhetjudögum Origo í gegnum árin sem hafa orðið að nýjum vörum og komið viðskiptavinum okkar til góða með ýmsum hætti," segir Soffía Kristín Þórðardóttir, vörustjóri hjá Origo. Soffía segir að sigur í keppninni veiti vinningsliðinu montrétt og ofurhetjuskikkjuna sem er hinn eiginlegi farandsbikar keppninnar ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar. Sigurvegarar Ofurhetjudaga og ofurhetjuskikkjuhafar í ár voru V-pass. Þau voru auk þess með bestu kynninguna samkvæmt þátttakendum og starfsmönnum Origo. Heilsuvaktin fékk einnig verðlaun fyrir bestu lausnina inn í núverandi vöru og Saga Fire fékk verðlaun fyrir bestu nýju samfélagslegu tæknilausnina.

Sjá fleiri fréttir

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000