Gildi Origo

Gildin okkar eru samsterk, fagdjörf og þjónustuframsýn. Þessi nýyrði vísa til þeirra vinnubragða, sem eru hverju framsæknu þjónustufyrirtæki mikilvæg og felast í samstarfi, fagmennsku, dirfsku og frumkvæði.

Gildin okkar

Samsterk

Við vinnum saman þvert á einingar og nýtum þannig sérþekkingu á ólíkum sviðum fyrirtækisins til að þróa snjallar lausnir fyrir viðskiptavini.

Fagdjörf

Við byggjum á traustum grunni fagmennsku og sérþekkingar en erum samt óhrædd við nýsköpun og að taka ákvarðanir af lipurð sem fela í sér breytt og bætt vinnulag, fyrir okkur sjálf og viðskiptavini.

Þjónustuframsýn

Við veitum framúrskarandi þjónustu sem er löguð að þörfum hvers viðskiptavinar, förum fram úr væntingum með frumkvæði að nýjum og hagkvæmari þjónustulausnum og tryggjum þannig langtíma viðskiptasambönd.

Leiðarljós

Gildi og stefnumið

Leiðarljós í starfi félagsins eru þau að Origo:

Verði leiðandi þjónustufyrirtæki á Íslandi.
Eftirsóknarverðasti vinnustaðurinn í upplýsingatækni.
Skili auknu virði til eigenda.
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000