Fjarvinnustefna

Markmið Origo er að verða eftirsóknarverðasti vinnustaðurinn og laða þannig að fyrirtækinu hæfasta starfsfólkið til frambúðar. Origo hefur sett sér stefnu um fjarvinnu sem styður við þetta markmið með því að:

tryggja starfsfólki sveigjanleika í starfi og stuðla að betra jafnvægi vinnu og einkalífs
veita svigrúm til betri einbeitingar, vinnunæðis og loftgæða
leggja af mörkum til samfélagsins með minna kolefnisfótspori og betri sýkingarvörnum

Starfsmenn eru hvattir til að nýta möguleika til fjarvinnu þegar hentar þeim verkefnum/störfum sem þeir vinna.

Stjórnendur skipuleggi daglegt Hanagal. Starfsmenn láti vita hver aðalstarfsstöð þeirra verður til að auðvelda skipulag og yfirsýn teymis.

Aðbúnaður til fjarvinnu verður til staðar í öllum starfsstöðvum Origo. Fundarherbergi verða öll Teams-vædd.

Þeir starfsmenn sem vinna heima og þurfa að betrumbæta vinnuaðstöðu sína vegna fjarvinnu, hafa kost á því að sækja um búnaðarstyrk.

Við leggjum áherslu á að efla heilsu og minnka smitleiðir eins og kostur er. Starfsmenn sem geta sinnt starfi sínu í fjarvinnu eru sérstaklega beðnir um að gera það, sé minnsti grunur á að veikindi séu í aðsigi (t.d. kvef, hálsbólga og slíkt).

Með aukinni fjarvinnu leggjum við okkar að mörkum til umhverfisins og drögum úr mengun og umferð. Rík áhersla er lögð á að fundir milli landa og landshluta verði í fjarformi, eftir því sem kostur er.

Góð samskipti eru lykilstoð í starfsumhverfi Origo. Tökum öll þátt í að eiga samskipti, jafnt við þá sem eru á starfsstöð og þá sem eru í fjarvinnu. Höfum alla með og vöndum okkur í upplýsingagjöf.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000