Fremst í flokki með Canon

Fremst í flokki með Canon

21.03.2017

Verðlaun Blaðaljósmyndarafélags Íslands voru veitt 4. mars sl. Heiða Helgadóttir, sjálfstætt starfandi blaðaljósmyndari, vann fern verðlaun af átta, fyrir mynd ársins, fréttamynd ársins, myndröð ársins og daglegt líf mynd ársins. Kristinn Magnússon fékk verðlaun fyrir bestu portrett mynd ársins af Guðna Th. Jóhannessyni áður en hann varð forseti Íslands. Kristinn hóf störf sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu í febrúar síðastliðnum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari á Fréttablaðinu, hlaut verðlaun fyrir bestu umhverfismynd ársins og íþróttamynd ársins. Þá hlaut Rut Sigurðardóttir verðlaun fyrir tímaritamynd ársins.