Aron og Guðrún eru Bose meistarar

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigruðu á Bose mótinu á Akureyri, en mótið er það fyrsta í Eimskipsmótaröðinni 2017-2018. Aron Snær setti jafnframt vallarmet á Jaðarsvelli þegar hann spilaði þriðja og síðasta hringinn í gær á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari.. Guðrún Brá lék á +3 samtals og sigraði með fjögurra högga mun. Jóhann Sigurðsson, GVS, og Saga Traustadóttir, GR, voru næst holu á 18. braut eftir upphafshögg og hlutu að launum glæsileg BOSE SoundSport Bluetooth heyrnartól.