Samsterkur haustfögnuður

Eitt af gildum Nýherja og dótturfélaganna TM Software og Applicon er orðið "Samsterkur". Slíkt gildi átti vel við þegar félögin héldu haustfagnað og stilltu saman strengi fyrir komandi vetur. Skilgreining á gildinu Samsterk: Við vinnum saman þvert á einingar og félög samstæðunnar og nýtum þannig sérþekkingu á ólíkum sviðum sam-stæðunnar til að þróa snjallar lausnir fyrir viðskiptavini.