Ert þú örugglega klár fyrir GDPR?

Ert þú örugglega klár fyrir GDPR?

04.11.2017

Ný persónuverndarreglugerð ESB (General Data Protection Regulation) tekur gildi í maí 2018. GDPR kemur í staðinn fyrir rúmlega 20 ára gömul persónuverndarlög sem hafa ekki fylgt eftir breytingum í hinum stafræna heimi. Á snörpum hádegisfundi voru kynntar til sögunnar lausnir sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til þess að ná utan um persónugreinanleg gögn, samhæfa verklag og tryggja öryggi persónuupplýsinga. Slíkar ráðstafanir eru forsenda þess að fyrirtæki uppfylli kröfur GDPR.