Þátttökumet í Bose hlaupi

Þátttökumet í Bose hlaupi

26.01.2018

Það var stuð og stemning í Hafnarfirðinum þegar fyrsta hlaup í hlaupaseríu BOSE og FH fór fram. Harðir hlauparar létu smá frost ekki á sig fá þar sem þátttökumet var slegið! 350 skráðu sig til leiks. Keppendur voru afar ánægðir að hlaupi loknu og eflaust margir sem slógu sitt persónulega met, enda brautin kjörin til þess. Arnar Petursson, vann í karlaflokki, og Elín Edda Sigurðardóttir í kvennaflokki. Næsta hlaup í seríunni fer fram 22. febrúar, og hlökkum við til að sjá enn fleiri þá!