Óstöðvandi Bose-hlauparar

Óstöðvandi Bose-hlauparar

23.02.2018

Hlauparar létu kulda og éljagang ekki stoppa sig í hlaupaseríu FH og Bose sem fram fór í Hafnarfirði. 266 hlauparar tóku þátt og hlupu 5 km leið um Hafnarfjörð í snjóföl sem lá yfir bæinn. Hlaupið hófst við Strandgötuna og síðan var hlaupið meðfram stranglengjunni og Norðurbakkanum og snúið við á Herjólfsgötu og hlaupið til baka.

Arnar Pétursson ÍR sigraði í karalflokki en hann hljóp á tímanum 16:50. Þórólfur Ingi Þórsson ÍR varð annar á 17:39 og Ingvar Hjartarson, Fjölni/Adidas, þriðji á 17:44. Í kvennaflokki sigraði Andrea Kolbeinsdóttir ÍR á tímanum 19:14, í öðru sæti varð Elín Edda Sigurðardóttir ÍR á 19:54 og í þriðja sæti varð Agnes Kristjánsdóttir á 20:28.

,,Þetta er metþáttaka hjá okkur í febrúarhlaupi í hlaupaseríunni. Það er gaman að sjá hversu margir eru að mæta hjá okkur í hlaupaseríuna og sérstaklega miðað við veður. Með tilkomu Origo sem samstarfsaðila þá hefur náðst að efla hlaupið til muna og lyfta því á hærra plan,” segir Hörður J. Halldórsson, formaður hlaupahóps FH.